Augnhárin haldast í 3-4 vikur eða lengur.
Gerviaugnhárin eru límd á eigin augnhár.
Meðferðin tekur ca. 90 mín. Maskari er talinn óþarfur eftir meðferð.
- Til að viðhalda lengingunni er mælt með að koma í lagfæringu á ca. 3-4 vikna fresti.
- Augnhárin eru mjög eðlileg og erfitt að greina hvort um raunveruleg hár eða gerviaugnhár er að ræða.
- Góð ráð til að viðhalda lengingunni lengur: Ekki bleyta augnhárin næstu 12-24 tímana eftir ásetningu/lagfæringu. Límið þarf að þorna vel.
- Mælt með að sleppa alveg maskara. Ekki nota augnfarðahreinsi sem inniheldur olíu. Olía leysir upp límið.
-Ekki nudda og kroppa. Augnháralengingarnar þola illa slíkt álag. Láttu fagmann fjarlægja gerviaugnhárin svo augnhárin haldist heil.
Heilsa og Útlit
Snyrti- og heilsustofan Heilsa Og Útlit sérhæfir sig í því að hlúa bæði að líkama og sál með notkun nýjustu og þróuðustu tækja og efna sem fyrirfinnast. Meðal þeirra meðferða sem Heilsa og útlit býður upp á eru hvers kyns sogæðameðferðir, andlitsmeðferðir, tannhvíttun, fitufrysting, innrauð sauna og nudd.
“Markmið okkar er að gestum okkar líði sem best í rólegu og afslappandi umhverfi okkar þar sem við dekrum við þig með okkar sérhæfðu meðferðum sem bæta vellíðan, útlit og heilsu”.