Algengar spurningar

 

Hvað eru Hópkaup?

Hópkaup býður ný og spennandi tilboð á hverjum degi. 

Hvernig kaupi ég?

Þú smellir bara á „Kaupa“ og fyllir út upplýsingar sem beðið eru um til að ganga frá greiðslu. Að greiðslu lokinn ferðu á „mitt svæði“ á Hópkaup og sækir Hópkaupsbréfið sem þú framvísar þegar þú nálgast vöruna/þjónustuna. Ef ákveðinn fjölda þarf til að virkja tilboðið verður ekkert skuldfært af reikningi þínum fyrr en tilboðið er orðið virkt.

Hvernig borga ég?

Þú getur borgað með kreditkorti, greiðslukorti eða með Netgíró – allt eins og þér hentar best. 

Hvernig nálgast ég inneignarbréfið mitt?

Þegar þú hefur greitt fyrir tilboðið getur þú sótt Hópkaupsbréfið inni á „Mitt svæði“ á Hópkaup. Því er afar mikilvægt að gefa upp rétt netfang. Hópkaupsbréfinu er svo framvísað þegar vara er sótt, eða Hópkaupsnúmerið sem er á bréfinu gefið upp þegar þjónusta er pöntuð.

Hvað er Hópkaupsbréf?

Hópkaupsbréf jafngildir inneignarbréfi. Þegar þú nálgast vöru eða þjónustu sýnir þú bréfið, útprentað eða í símanum þínum. Þegar þú hefur keypt tilboð á Hópkaupum getur þú nálgast það á „Mínu svæði“ á Hopkaup.is.

Hvernig nálgast ég vöruna/þjónustuna?

Á síðu hvers tilboðs og í Hópkaupsbréfinu koma fram upplýsingar um hvernig þú nálgast vöruna eða þjónustuna sem þú keyptir.

Vörur eru:

  • Sóttar á ákveðið heimilisfang eða
  • sendar á þitt pósthús.

Þú þarft að afhenda Hópkaupsbréfið eða framvísa Hópkaupsnúmerinu þegar þú sækir vöruna.

Þjónusta:

Stundum þarf að panta fyrir fram, t.d. hótelgistingu eða borð á veitingastað og Hópkaupsnúmerið sem er á Hópkaupsbréfinu er þá gefið upp þegar pantað er. Þegar þjónustan er svo nýtt skal hafa Hópkaupsbréfið meðferðis. Upplýsingar eru á síðu tilboðsins og á Hópkaupsbréfinu.

Þarf alltaf ákveðinn fjölda til að virkja tilboðið?

Nei – en stundum. Þegar svo er, er ekkert skuldfært af reikningi þínum fyrr en tilboðið er orðið virkt.

Hvað ef kaupendur eru ekki nógu margir til að virkja tilboðið?

Ef tilboðið virkjast ekki ganga kaupin til baka og greiðsla verður að sjálfsögðu ekki skuldfærð af reikningnum þínum.

Hversu lengi gildir Hópkaupsbréf (inneignarbréf) til að leysa út vöru eða þjónustu?

Í texta með hverju tilboði og á Hópkaupsbréfinu sjálfu koma alltaf fram upplýsingar um gildistímann.

Hvað ef ég nýti mér ekki tilboðið sem ég hef keypt? Er það tapað fé?

Nei, Hópkaup endurgreiða þér innan fjórtán daga, eftir það er hægt að fá inneign á Hópkaupum, inneignin gildir í 4 ár. Við sendum þér áminningu áður en tilboðið rennur út til að láta þig vita að nú sé hver að verða síðastur.

Mig langar að bjóða vöru/þjónustu til sölu á Hópkaupum, hvernig fer ég að?

Sendu tölvupóst á marin@hopkaup.is ásamt myndum, verði og öðrum upplýsingum um vöruna/þjónustuna.