Eins og fram kom í tölvupósti sem var sendur á kaupendur ENOX ES100 hlaupahjólsins 4. maí hefur fundist galli í suðunni milli stýrishluta og brettis. Þessi galli getur valdið því að stýrishlutinn getur losnað frá brettinu (sjá mynd).
Hópkaup innkallar því hér með skilyrðislaust öll ENOX ES100 hlaupahjól þar sem fyrrnefndur galli getur valdið óhöppum eða tjóni.
Vinsamlegast skilið hjólinu í Afhendingarmiðstöðina Flatahrauni 31, 220 Hafnarfirði (afgreiðslutími frá kl. 12:00 – 17:00 alla virka daga). Viðskiptavinir á landsbyggðinni eru beðnir um að senda hjólin í pósti til:
Afhendingarmiðstöðin
Viðskiptavinum stendur til boða að fá ný hjól annarrar tegundar, bíða eftir að hægt verður að styrkja festingar á umræddum hjólum eða fá endurgreitt.