Ertu ekki orðin þreytt/ur á að hafa snúrurnar á lausu útum allan bíl?
Við höfum prófað hin ýmsu bílahleðslutæki en þegar uppi er staðið eru snúruhleðslurnar bestar. Þær afkasta hraðhleðslu, eru ekki bundnar við festingar í bílnum, eins og m.a miðstöðina sem enda á þvi að losna eða hrynja úr, og eru ávallt tengdar. Þessi hleðslugaur er með öll þrjú helstu tengin sem notast við farsíma í dag - USB micro, USB-C og lightning fyrir Apple vörur. Það fer lítið fyrir honum þar sem snúrurnar eru upprúllaðar í tækinu en samt sem áður er hver snúra 80 cm. Til að toppa þetta er tækið með hraðhleðslu uppá 15W og auka USB tengi.
|
![]() |
![]() |
![]() |
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.