Ferðatöskulás
Það hefur því miður færst mikið í vöxt að aðilar innan veggja flugvallar víða um heim hafa verið að stela úr töskum farþega. Þarna á aðalega við um þá sem handfjatla farangurinn á milli véla en þetta hefur einmitt komið fram á öllum fréttamiðlum hérlendis uppá síðkastið þar sem fólk hefur verið að lenda ítrekað í þessu.
Þessi stállás er aðalega hannaður fyrir ferðatöskur og bakpoka. Einnig er hægt að nota hann á skápa og peningakassa og hann passar á og læsir öllum töskum ef um hefðbundin rennilás er að ræða. Hann er úr þéttu stáli og opnast með 3 tölustöfum sem hægt er að breyta eftir þinni þörf eins oft og þú vilt.
Upplýsingar:
|
![]() |
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.