Við viljum meina að þetta sé sumarvaran í ár! Við bjóðum júmbó boltann í tveimur stærðum sem þú annaðhvort fyllir með vatni eða lofti, tja eða einfaldlega bæði. Honum er hægt að kasta himinhátt í loftið og svo er hægt að liggja á honum á láta hann hnoðrast alveg í döðlur.
Upplýsingar:
''ATH Fylgið leiðbeiningum hvernig á að blása boltann upp (sjá mynd) draga þarf nibban útvortis blöðrunni og stinga pumpunni hægt inn svo hún skaði ekki blöðruna að innanverðu. Við mælum með að notuð sé rafmagnspumpa. Ef það er sett vatn í blöðruna þarf að klippa efsta lagið af nibbanum eftir að hann hefur verið tekin úr blöðrunni og svo sett á vaskstútinn. Svo þarf að binda fyrir eins og á hefðbundinni blöðru.'' |
![]() |
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.