Sjónvarps LED borðar
LED borðar eru eitthvað sem hefur slegið meira í gegn um heim allan en margt annað. Það er hægt að nýta þá á svo ótal vegu með þeirri einföldu aðgerð að líma þá upp og allt litast upp í kringum mann. Þessir borðar eru hannaðir fyrir sjónvörp, tölvur og annarskonar skjái og koma í nokkrum stærðum svo þú getir örugglega sett þá í kringum þinn skjá. Fjarstýring fylgir með 15 litamöguleikum.
Upplýsingar um vöruna:
|
![]() |
Hvernig nota ég borðann?
1. Þurrkaðu yfirborðið þar sem borðinn fer á, áður en þú límir
2. Smelltu USB framlengjunni við borðann
3. Mældu ummálið á sjónvarpinu. Þú vilt að USB endinn á borðanum lendi við USB tengi á sjónvarpinu.
(Ef þú ert ekki með USB á sjónvarpinu þá er hægt að nota USB rafmagnskubb)
3. Taktu bláa límflipan af varlega
4. Við mælum með að það sé einungis tekið smá í einu af límflipanum meðan maður límir upp borðann
5. Límdu borðann upp
6. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem fylgja ef þú ert í vafa
ATHUGIÐ Lengd borða og ummál skjás þarf ekki að vera nákvæmlega það sama. Perurnar eru það sterkar að þær mynda alltaf litahring þótt þær nái ekki alveg hringinn í kring
Mældu skjáinn þinn og sjáðu hvaða lengd hentar þér best |
![]() |
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.