Áttu erfitt með að þrífa fæturnar?
Ertu að glíma við bakvandamál eða átt erfitt með að beygja þig
Ef eitthvað af þessu á við þig eða þú vilt einfaldlega einfalda þér þrifin á fótunum þá eru þessir skór algjör snilld. Þeir eru universal stærð sem þýðir að stærð fótar þíns skiptir ekki máli svo framarlega sem þú ert ekki Bigfoot enda labbar maður ekki langt í sturtu. Burstahárin eru hönnuð til að vera mjúk og þæginleg en um leið þrífa þau fætur og tær vandlega svo framarlega sem þú hreyfir þær lítilega. Á endanum er svo vikursteinssvæði svo þú getir skrúbbað hælinn og losað þig við dautt skinn. Einnig eru sogskálar á botninum til að koma í veg fyrir að þú rennir í sturtunni og getur þ.a auðveldlega hreyft fæturnar i skónum og þrifið þær.
Uppýsingar um vöru:
|
|
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.