S10 ryksuguvélmennið frá Xiaomi er með LDS 360° laserskanna sem kortleggur heimilið á nákvæman hátt. Þegar heimilið er kortlagt ratar ryksuguvélmennið betur um sem skilar sér í hraðari og betri þrifum. Ryksuguvélmennið getur unnið í allt að 130 mínútur við venjulega stillingu á sogkrafti og blautmoppun. Ef ryksugan verður batteríslaus í miðjum þrifum fer hún sjálfkrafa aftur í hleðslustöðina, hleður sig og fer síðan aftur af stað frá þeim punkti sem hún hætti á. Hægt er að blautmoppa samhliða ryksugun.